18. mars 2015

Árshátíð Háaleitisskóla

Árshátíð Háaleitisskóla

Árshátíð Háaleitisskóla verður haldin föstudaginn 20. mars 2015.

Hefðbundin kennsla fellur niður þennan dag en nemendur mæta í sínar skólastofur kl. 09:20. Frístund  verður opin frá 11:00 – 16:00.

Áætlað er að sólmyrkvi muni sjást vel á Íslandi þennan dag kl 09:37. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá hafa fært öllum skólabörnum sólmyrkvagleraugu að gjöf. Við ætlum að fara út með nemendum áður en árshátíðin hefst og bera þennan merkilega viðburð augum, en þetta er langmesti sólmyrkvi sem sést hefur á Íslandi í 61 ár.

Skemmtidagskrá hefst svo kl. 10:00 á sal skólans og verða þar frátekin sæti fyrir hvern árgang en gestir þeirra fá sæti fyrir aftan. Mikilvægt er að hver bekkur sitji hjá sínum kennara  meðan skemmtanahaldið fer fram. Foreldrar/forráðamenn, eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur. Eftir dagskrá á sal eru börn í umsjá foreldra/forráðamanna sinna. Afar og ömmur eru að sjálfsögðu líka velkomin.

 

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær