6. október 2014

Forvarnarfræðsla um ábyrga netnotkun barna

Forvarnarfræðsla um ábyrga netnotkun barna

Fimmtudaginn 9. október heimsækir Hafþór Birgisson tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar 5.bekk í Háaleitisskóla og ræðir við nemendur um ábyrga netnotkun. Það er mikilvægt að foreldrar geti rætt af áhuga og þekkingu við börnin sín um það sem þau eru að gera á netinu. Þess vegna er foreldrum nemenda í 5.bekk í Háaleitisskóla  boðið á fræðsluerindi um sama efni hjá Hafþóri þriðjudaginn 7. Október kl. 19.30-20.30 í Fjölskyldusetri Reykjanesbæjar, Skólavegi 1 Eftirfarandi þættir verða m.a. ræddir:

·       Samskiptareglur og samskipti á netinu

·       Farið verður yfir vinsæl forrit og netsíður

·       Að setja mörk – rafrænn útivistartími

·       Umræður

Stöndum saman og sýnum ábyrgð 

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær