5. maí 2020

Friðþjófur Helgi Karlsson ráðinn skólastjóri Háaleitisskóla

Friðþjófur Helgi Karlsson ráðinn skólastjóri Háaleitisskóla

Friðþjófur Helgi Karlsson hefur verið ráðinn skólastjóri Háaleitisskóla en hann tekur til starfa nú í ágúst.

Friðþjófur Helgi lauk grunnskólakennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1997 og M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnun frá Háskóla Íslands árið 2019.

Hann starfaði sem aðstoðarskólastjóri í Hjallaskóla í Kópavogi árin 2003-2008 og sem skólastjóri við sama skóla 2008-2009, sem skólastjóri í Smáraskóla í Kópavogi árin 2009-2018 og sem deildarstjóri í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði frá árinu 2019.

Við bjóðum Friðþjóf velkominn í Háaleitisskóla.

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær