26. september 2014

Heilsu-og forvarnarvika Reykjanesbæjar 29. september - 5. október

Heilsu-og forvarnarvika Reykjanesbæjar 29. september - 5. október

Næstkomandi mánudag hefst heilsu-og forvarnarvika Reykjanesbæjar og mun Háaleitisskóli taka þátt með ýmsum hætti. Við tökum þátt í verkefninu "Göngum í skólann" í fimmta sinn og eru nemendur hvattir til þess að nýta sér virkan ferðamáta í og/eða úr skólanum í næstu viku. Nemendur eru jafnframt hvattir til þess að koma með ávexti/grænmeti í skólann til viðbótar eða sem hluta af nestinu sínu. Umsjónakennarar munu vinna að verkefnum með nemendum sínum í vikunni sem tengjast heilsu og forvörnum auk þess að fara með þeim styttri göngu-/vettvangsferðir. Þá munu nemendur fara í ýmsa útileiki undir stjórn íþróttakennara í vikunni. Fulltrúar úr Slysavarnardeildinni Dagbjörgu munu svo koma nk. mánudag og færa nemendum í 1. bekk endurskinsmerki og bókamerki að gjöf. Allir nemendur skólans þreyta jafnframt Norræna skólahlaupið í vikunni, ef veður leyfir.

Hér má sjá dagskrá Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar og hvetju við ykkur til að skoða hana.

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær