13. febrúar 2015

Heimsókn 4. bekkjar í Bryggjuhús

Heimsókn 4. bekkjar í Bryggjuhús

Í dag fóru nemendur í 4. bekk í heimsókn í Bryggjuhúsið þar sem Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðarsafns Reykjanesbæjar, tók á móti þeim. Nemendur fengu kynningu á gömlum háttum varðandi mat, húsagerð og klæðagerð auk þess sem nemendur skoðuðu húsið sjálft og kynntu sér tengsl þess við sögu svæðisins. Þá fengu nemendur einnig að skoða listasýningu á verkum eftir Erling Jónsson, myndhöggvara. Virkilega áhugaverð og vel heppnuð heimsókn og voru nemendur mjög ánægðir með hana. Kunnum við Sigrúnu Ástu og þeim hjá Bryggjuhúsi bestu þakkir fyrir frábærar móttökur og flotta kynningu. 

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær