11. september 2015

Heimsókn í sjónlistir hjá 7. bekk

Heimsókn í sjónlistir hjá 7. bekk

Kunsang Tsering frá Tíbet kom í dag og var gestakennari í sjónlist með Silviu. Kusang kenndi nemendum í 7. bekk að teikna mandölur.Tíbetska orðið fyrir mandölur, dkyil-‘khor, merkir bókstaflega það sem hverfist um miðju. Í miðjunni er grunnmerking mandölunnar og í kringum miðjuna raðast tákn eða myndir sem tengjast henni. Til eru margar tegundir af mandölum og þær tíðkast í ýmsum menningarheimum. Nemendurnir voru hæstánægðir með þessa heimsókn og mun Kunsang einnig koma eftir áramót sem gestakennari hjá 7. bekk í sjónlist.

Hægt er að skoða myndir frá deginum í hér.

Hægt er að skoða nánari upplýsingar um Kunsang og hvað hann gerir hér.
 

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær