5. maí 2015

Hrósdagar í háaleitisskóla

Hrósdagar í háaleitisskóla
Dagana 20. - 22. apríl vorum við í Háaleitisskóla með hrósdaga. Markmiðið með þessum dögum var að kenna nemendum að hrósa og taka við hrósi. PBS teymið skipulagði þrjár kennslustundir á dag þar sem nemendur áttu að vinna með hrós. 
Fyrsta verkefnið snérist um að læra færnina að hrósa og einnig að taka við hrósi. Svo voru fundin dæmi um hin ýmsu hrósyrði og voru þau sett á veggspjald við hverja kennslustofu. Annað verkefnið snérist um að hrósa hverju öðru, setja hrós til samnemenda sinna á miða sem svo var sett í umslag hjá þeim. Nemendur límdu síðan þau hrós sem þau fengu á veggspjald umhverfis mynd af sjálfum sér. Með þessu verkefni teljum við að nemendur hafi lært að hrósa hvort öðru og temja sér jákvæðari samskipti.
  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær