7. september 2015

Kynningar fyrir foreldra/forráðamenn

Kynningar fyrir foreldra/forráðamenn

Næstkomandi fimmtudag (10. september) er foreldrum og forráðamönnum boðið á kynningar í skólanum. Námsefniskynningar hefjast klukkan 17:00 í hverri umsjónarstofu en þar munu umsjónarkennarar kynna námsefni og námsmat skólaársins auk þess að fara yfir helstu áhersluatriði. Um klukkan 17:30 hefst svo kynning á sal skólans um lestur og lestrarþjálfun fyrir foreldra en hún er í höndum Kolfinnu Njálsdóttur, kennsluráðgjafa grunnskóla hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Að þeirri kynningu lokinni mun svo PBS teymi skólans vera með PBS fræðslu fyrir foreldra. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti fyrir kynningarnar á sal.

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær