Menntun - Mannrækt
Ábyrgð - Samvinna - Tillitssemi
Símanúmer skólans er

420 3050

Fréttir

Rithöfundar í heimsókn

Í vikunni höfum við fengið þrjá rithöfunda í heimsókn til okkar í Háaleitisskóla sem lásu upp úr nýútkomnum bókum sínum.

Á þriðjudag kom Bjarn Fritzon og las upp úr bók sinni Orri óstöðvandi, hefnd glæponanna. Bókin er framhald af Orra óstöðvandi, einni vinsælustu bók ársins í fyrra, hún er í senn fyndin/skemmtileg og sjálfstyrkjandi fyrir lesandann. Nemendur skemmtu sér vel við upplesturinn, hlustuðu af athygli og voru spennt fyrir framhaldinu af sögunni.

Á miðvikudag komu þær Arndís Þórarinsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir og ræddu við nemendur um starfs höfundarins, mikilvægi þess að lesa bækur og hvernig má veiða hugmyndir. Þá lásu þær einnig úr nýútkomum bókum sínum Kennarinn sem hvarfLangelstur að eilífu og Nærbuxnanjósnararnir, og sögðu nemendum hvernig þessar bækur fóru frá því að vera hugmynd í að verða að fullunni verki. Nemendur voru til fyrirmyndar, hlustuðu af athygli og fannst áhugavert sjá hvernig ein lítil hugmynd getur orðið að bók og hve margir koma að vinnu við útgáfu einnar bókar.

ad_image
ad_image
ad_image
ad_image