18. júní 2014

Skólaslit Háaleitisskóla 6. júní 2014

Skólaslit Háaleitisskóla 6. júní 2014

Skólaslit Háaleitisskóla veturinn 2013 – 2014

Skólaslit Háaleitisskóla voru haldin föstudaginn  6. júní s.l.  Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri bauð nemendur, starfsfólk og gesti velkomna og bauð síðan Önnu Steinunni fulltrúa Kadeco velkomna á sviðið.  Anna Steinunn veitti viðurkenningar fyrir hæstu meðaleinkunn í öllum bekkjum.

Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningar fyrir hæstu meðaleinkunn í sínum bekk.

1. bekkur Andrea Björk Hafsteinsdóttir

2.bekkur Watan Amal Fidudóttir og Matthías Esra Hilmarsson

3. bekkur Þórhildur Ósk Þ. Snædal

4. bekkur  Hafdís Eva Pálsdóttir

5. bekkur Haflína Maja Guðnadóttir

6. bekkur Aðalheiður Agnes Hermannsdóttir

7. bekkur Thelma Rakel Helgadóttir

 

Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri sá um að veita nemendum viðurkenningar. Fyrir hæstu einkunn á samræmdum könnunarprófum fengu eftirtaldir nemendur viðurkenningu.  OMR verkfræðistofan gaf viðurkenningarnar.

Hafdís Eva Pálsdóttir fékk viðurkenningar fyrir hæstu einkunn á samræmdum prófum í 4. bekk  bæði í íslensku og stærðfræði.

 Hafþór Árni Hermannssson og Thelma Rakel Helgadóttir fengu viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í íslensku í 7. bekk.

Hafþór Árni Hermannsson fékk  viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í stærðfræði í 7. bekk.

Daníel Ragnar Luid Guðmundsson  7. bekk fékk viðurkenningu frá danska sendiráðinu fyrir hæstu einkunn í  dönsku.

Fyrir góðan árangur í náttúrugreinum í 5. bekk fékk Júlíus Rúnar Bjargþórsson viðurkenningu frá Kölku.

Háaleitisskóli veitir skriftarverðlaun fyrir yngra og eldra stig.  Að þessu sinni hlaut nemandi í 1. bekk skriftarviðurkenningu yngra stigs en það var Diljá Ísfold Sigurpálsdóttir. Thelma Rakel Helgadóttir hlaut skriftarviðurkenningu eldra stigs.

 

Háaleitisskóli veitir viðurkenningar fyrir góðan árangur í myndlist.   Í  1. – 4. bekk hlaut Katla Sædal Sigríðardóttir nemandi í 2. bekk viðurkenningu.   Haflína Maja Guðnadóttir  nemandi í 5. bekk hlaut viðurkenningu nemenda í 5. – 7. bekk.

Fyrir góðan árangur í íþróttum fengu þau Hafþór Árni Hermannsson og Sigríður Rut Ragnarsdóttir viðurkenningu frá Háaleitisskóla.  

Kvenfélagið Njarðvík gefur viðurkenningar fyrir  góðan árangur í textílmennt og smíðum og hönnun.  Lára Björg Phuoc Önundardóttir fékk viðurkenningu fyrir  góðan árangur í textílmennt og  Tristan Þórt Kristinsson Wium fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í hönnun og smíðum.

Næst tók Anna  Sigríður Guðmundsdóttir skólastjóri til máls.  Í  ræðu sinni rifjaði  Anna Sigríður upp skólastarfið þennan veturinn og sagði hún m.a. að innleiðing nýrrar aðalnámskrár grunnskóla hefði verið meginþunginn í skólastarfinu. Til þess að leitast við að vinna eftir nýjum áherslum í skólastarfi hefur verið ráðinn menntaður tónlistarkennari við skólann næsta vetur.

Margt skemmtilegt var gert í skólanum í vetur og má nefna lestrarátak í nóvember, hákarl á bóndadaginn og þemadaga sem tókust mjög vel  en að þessu sinni var unnið með Norðurlöndin.  Það sem stendur hæst upp úr þegar litið er til baka er árshátíð nemenda sem var alveg stórkostleg. Þá nutu nemendur sín við annarskonar nám, að leika, syngja og skapa og æfðu sig í  framsögn og tjáningu.  Þema árshátíðarinnar var kvikmyndatónlist og  skinu nemendur skært þessa daga meðan á undirbúningi stóð og á sjálfan árshátíðardaginn þegar allir stóðu sig með mikilli prýði.    Foreldrar áttu sinn þátt í því að gera árshátíðina hátíðlega því þeir buðu upp á glæsilegt kökuhlaðborð.  

Nemendur í 7. bekk voru kvaddir sérstaklega þar sem þeir halda nú á nýjar slóðir.

Að því loknu þakkaði Anna Sigríður  öllum fyrir skemmtilegan vetur og sleit Háaleitisskóla skólaárið 2013 – 2014.  

 

Gleðilegt sumar!  

 

 

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær