5. júní 2015

Skólaslit skólaársins 2014-2015

Skólaslit skólaársins 2014-2015

Í dag fóru fram skólaslit skólans fyrir skólaárið 2014 - 2015 við hátíðlega athöfn. Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í skólastarfinu. Velunnarar skólans, KADECO, Kalka, Kvenfélagið Njarðvík og verkfræðistofa OMR veittu m.a. viðurkenningar og er þeim þakkað kærlega fyrir það. Tveir nemendur skólans fluttu tónlistaratriði við undirleik kennara síns frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og nemendur í sjöunda bekk fluttu atriði um minningar sínar frá Háaleitisskóla. Þá flutti Jóhanna Sævarsdóttir, skólastjóri, ávarp þar sem hún fór yfir skólastarfið í vetur, þakkaði nemendum fyrir skemmtilegan vetur og óskaði þeim gleðilegs sumars. Jafnframt færði hún Önnu Maríu, starfsmanni hjá Skólamat, gjöf frá skólanum en hún lætur nú af störfum. Anna María hefur starfað í skólaeldhúsinu frá stofnun skólans.

Myndir frá skólaslitunum má sjá á myndasafni skólans.

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær