30. mars 2020

Skólastarf í Háaleitiskóla - The organization of the work in Háaleitisskóli

Skólastarf í Háaleitiskóla - The organization of the work in Háaleitisskóli

Þá eru liðnar tvær vikur frá því að samkomubann var sett á í landinu. Skipulag skólastarfsins hefur gengið vonum framar og nemendur hafa tekist á við fjölbreytt verkefni hér í skólanum.
Í skólanum fylgjum við í einu og öllu fyrirmælum Landlæknis og sóttvarnalæknis varðandi Covid19. Eins og staðan er núna er enginn í okkar nærsamfélagi sýktur. Þeir sem eru í sóttkví eru þar sem varúðarráðstöfun.

Kennarar munu áfram halda foreldrum og forráðamönnum upplýstum í gegnum mentor, síma og með tölvupósti.

Skipulag skólastarfsins verður óbreytt fram að páskum. Páskafrí hefst hjá nemendum frá og með mánudeginum 6. apríl. Ekki er vitað að svo stöddu með hvaða hætti skólastarf verður að loknu páskafríi.Við munum upplýsa ykkur um það í vikulok.

Að lokum viljum við þakka ykkur kæru foreldrar og forráðamenn fyrir gott samstarf og skilning í óvenjulegum aðstæðum.

Kær kveðja,
fyrir hönd starfsfólks Háaleitisskóla, Jóhanna Sævarsdóttir skólastjóri.



Now two weeks have passed since the ban on gatherings was imposed in this country. The organization of the work at school has progressed beyond expectations and students have taken on a variety of projects here at school.

At school, we adhere strictly to the instructions of the Director of Health and the Chief Epidemiologist regarding Covid19. As things stand now, no one in our community is infected. Those in quarantine are there as a precaution.

Teachers will continue to keep parents and guardians informed through Mentor, the telephone, and email.

The organization of school activities will remain unchanged until Easter. Easter holidays begin for students from Monday 6 April. It is not known at this time how school organization will be after the Easter holidays. We will inform you about it at the end of this school week.

Finally, we would like to thank parents and guardians for their great cooperation and understanding in these unusual times.

Best Regards,
on behalf of the Háaleitisskóli staff,
Jóhanna Sævarsdóttir principal.

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær