28. maí 2019

Sumarlesturinn hafinn í Bókasafni Reykjanesbæjar

Sumarlesturinn hafinn í Bókasafni Reykjanesbæjar

Nýlega kom starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar í heimsókn í skólann og kynnti fyrir öllum börnum í 1.-5. bekk Sumarlestursátak bókasafnsins. Sumarlestur er mikilvægur því hann viðheldur og eflir lestrarfærni sem börnin hafa náð í vetur. Eftir langan vetur eru flest börn þó reiðubúin í að breyta til og brjóta upp hina daglegu rútínu. 

 

Öll börn hafa fengi heim með sér bækling og bókaskrá. Þau sem vilja taka þátt í Sumarlestrinum geta skilað bæklingnum í skólabókasafnið eða í Bókasafn Reykjanesbæjar í allt sumar. Allir sem skila komast í pott og Lestrarhestrar verða dregnir út tvisvar sinnum í mánuði í allt sumar og fá lestrarverðlaun.

 

Þegar fyrsta bingóspjaldinu hefur verið skilað er hægt að nálgast fleiri í Bókasafni Reykjanesbæjar og prentvænar útgáfur er hægt að nálgast á heimasíðu safnsins. Á heimasíðu safnsins er einnig hægt að skrá í sumarlestur og fylgjast með viðburðum.

 

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í bókasafninu í sumar, meðal annars verður flugdrekagerð, skutlur, goggar, vindmyllur, þyrlur og ratleikir. Dagskrá sumarsins má nálgast á heimasíðu safnins, Facebook, skrá sig á póstlista eða koma við á safninu. 

 

Safnið er opið alla virka daga í sumar frá klukkan 09.00-18.00 og á laugardögum frá klukkan 11.00-17.00. Sumarlestursátakið er frá 1. júní  til 31. ágúst.
 

Bókasafnsskírteini fyrir 18 ára og yngri eru gjaldfrjáls.

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær