24. febrúar 2015

Þemadagar í Háaleitisskóla

Þemadagar í Háaleitisskóla

Næstkomandi miðvikudag og fimmtudag (25. og 26. febrúar) eru þemadagar í Háaleitisskóla. Þá er hefbundið skólastarf brotið upp og vinna nemendur saman í aldursblönduðum hópum að ákveðnu þema, sem er að þessu sinni dýr í útrýmingarhættu. Hver hópur vinnur verkefni með sitt dýr, ýmist fíl, tígrisdýr, sæskjaldböku, pandabjörn eða górillu,  á ólíkum stöðvum víðsvegar um skólann. Skólanum lýkur klukkan 13:05 hjá öllum bekkjum og hefst þá frístund fyrir þá sem eru skráðir þar.

Á fimmtudeginum, frá klukkan 12:00, er svo opið hús fyrir foreldra/forráðamenn þar sem þeir geta gengið um skólann og skoðað afrakstur þemadagana.

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær