30. apríl 2020

Tilnefningar til Hvatningarverðlauna 2020

Tilnefningar til Hvatningarverðlauna 2020

Hvatningarverðlaun 2020

Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir verkefni í skólastarfi sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Verðlaunin eru veitt til einstaka kennara, kennarahópa og starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem standa að baki verkefnunum.

Allir sem vilja geta sent inn ábendingar um áhugaverð verkefni sem hafa nýst skólasamfélaginu og hafa verið unnin á yfirstandandi skólaári. Úrvinnsla tilnefninga er í höndum fræðsluskrifstofu sem mun afla frekari upplýsinga hjá skólastjórnendum á þeim verkefnum sem lögð verða fyrir fræðsluráð til nánari kynningar. Ákvörðun um hvaða verkefni hlýtur hvatningarverðlaunin 2020 er hjá kjörnum fulltrúum í fræðsluráði Reykjanesbæjar.

Skila þarf inn ábendingum fyrir 15. maí 2020.

Verðlaunin verða afhent fimmtudaginn 8. júní 2020.

https://bit.ly/3f3IpD2

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær