9. júní 2020

Útskrift 10. bekkjar og skólaslit

Útskrift 10. bekkjar og skólaslit

Fimmtudaginn 4. júní síðastliðinn voru nemendur í 10. bekk útskrifaðir úr Háaleitisskóla við hátíðlega athöfn á sal skólans. Í upphafi athafnar spilaði Igor Kabala, nemandi í 7. bekk, á harmonikku lagið Yesterday eftir Bítlana Paul McCartney og John Lennon. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur á skólaárinu og tóku svo til máls tóku Elíza G. Newman, deildarstjóri eldra stigs, sem fór yfir árið hjá nemendum á unglingastig, Hafdís Birta Hallvarðsdóttir, formaður nemendafélags skólans, talaði fyrir hönd útskriftarnema og Guðrún Bjarnadóttir, formaður foreldrafélags skólans. Útskriftarnemar fengu vitnisburð sinn afhentan og að gjöf hátíðartrefil og rós. Jóhanna Sævarsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, foreldra og starfsfólk. Að útskrift lokinni var svo hátíðarkvöldverður foreldra.

Föstudaginn 5. júní voru skólaslit hjá nemendum í 1. – 9. bekk. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur á skólaárinu. Jóhanna Sævarsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, foreldra og starfsfólk. Að lokum var skólaárinu 2019-2020 slitið en þetta var 12 starfsár skólans.

Háaleitisskóli vill þakka góðvild aðila grenndarsamfélagsins sem tóku þátt í starfi skólans með því að veita viðurkenningar á skólaslitum.

Myndir frá útskrift og skólaslitum má sjá í myndasafni.

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær