5. október 2015

Að lokinni heilsu- og forvarnarviku

Að lokinni heilsu- og forvarnarviku

Þá eru heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar lokið en þar tókum við í skólanum virkan þátt. Alla vikuna var nemendum boðið upp á hafragraut í morgunmat og snæddu þeir hann með bestu lyst.

Kristján Freyr Geirsson, eða Krissi lögga eins og flestir þekkja hann, kom í heimsókn til okkar á þriðjudaginn og ræddi hann við alla bekki. Fór hann meðal annars yfir öryggi í umferðinni, útivistartímann og einelti.

Á þriðjudags eftirmiðdegi komu svo þeir Magnús Stefánsson og Páll Óskar Hjálmtýsson með erindi frá Maritasfræðslunni sem ber heitið „Þolandi og gerandi eineltis – frá sjónarhorni beggja“. Virkilega áhugavert og flott erindi hjá þeim.

Miðvikudagsmorguninn  tóku svo  allir nemendur skólans þátt í Norræna skólahlaupinu. Nemendur gátu valið um að fara 2,5 km., 5 km. 7,5 eða 10 km.

Á föstudagsmorgun kom Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundarfulltrúi, og var með erindi um jákvæða og örugga netnotkun. Að loknu erindi sínu fyrir nemendur ræddi hann við foreldra. 

Í vikunni unnu nemendur einnig ýmis verkefni tengd heilsu og forvörnum, fóru í heilsubótargöngu o.s.frv.

Foreldrafélagi Háaleitisskóla eru færðar sérstakar þakkir fyrir að sjá um kaffi og veitingar á erindi Maritasfræðslunnar.

Myndir frá heilsu- og forvarnarvikunni má sjá hér.

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær