Ábyrgð – Samvinna – Tillitssemi
Símanúmer skólans er

420 3050

Um skólann

Um Háaleitisskóla
Háaleitisskóli á Ásbrú var rekinn sem útibú frá Njarðvíkurskóla frá skólaárinu 2008-2009 til skólaársins 2012-2013, frá þeim tíma hefur skólinn verið sjálfstætt rekinn. Sumarið 2008 voru gerðar breytingar á fyrrverandi skólahúsnæði grunnskóla Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og sett þar á stofn grunnskóladeild fyrir nemendur sem eiga heima á Ásbrú.
Skólinn er vel búinn af tækjum og aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk er góð. Í skólanum eru tvö sérstök námsver, Álfheimar sem er ætlað nemendum með námsörðugleika og Jötunheimar sem er ætlað nemendum með hegðunarerfiðleika.  Auk þess er rekin sérdeild við skólann,  Goðheimar, sem þjónustar alla grunnskóla  Reykjanesbæjar.  Goðheimar er sérstakt úrræði fyrir nemendur með alvarlegar atferlistruflanir og/eða hegðunarvandamál sem gera það að verkum að þeir aðlagast ekki hefðbundinni skólagöngu.
Nemendum hefur fjölgað frá stofnun skólans og eru nú um 290 í  1. - 10. bekk. Nemendafjöldi hefur verið nokkuð breytilegur því eðli málsins samkvæmt fylgja nemendur foreldrum/forráðamönnum sínum sem eru í námi til skemmri eða lengri tíma. Vegna fjölgunar á svæðinu hefur skólinn stækkað við sig bæði hvað varðar nemendur og húsnæði eftir þörfum. 
 
Háaleitisskóli
Lindarbraut 624
235 Reykjanesbæ
Símanúmer skólans er 420-3050
Skrifstofa skólans er opin frá klukkan 07:30 til 15:00
Símanúmer í Frístund er 616 0041
 
Stjórnun skólans:
Anna S. Guðmundsdóttir, skólastjóri
Jóhanna Sævarsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Elíza María Geirsdóttir Newman, deildarstjóri
 
Umsjónarmaður skólans er: Trausti Björgvinsson
Skólinn opnar alla daga kl. 07:30
ad_image
ad_image
ad_image
ad_image