Menntun - Mannrækt
Ábyrgð - Samvinna - Tillitssemi
Símanúmer skólans er

420 3050

Námsmat

Námsmat í Háaleitisskóla Ásbrú

Veturinn 2018-2019 mun Háaleitisskóli vinna að innleiðingu nýs námsmats samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Í  1.-4.bekk verður byrjað á að innleiða nýtt námsmat í íslensku og stærðfræði og í 5.-10.bekk verður nýtt námsmat innleitt í öllum námsgreinum. Stefnt er að því að allir bekkir skólans verði komnir í nýtt námsmat í öllum námsgreinum skólaárið 2019-2020.

Í  námsmatinu meta kennarar framvindu námsins og hæfni nemenda jafnóðum yfir skólaárið og gefa þeim nemendum sem hafa ekki náð ákveðinni hæfni tækifæri til að bæta sig. Þegar kennarar leggja inn ákveðin verkefni eða kannanir liggja til grundvallar ákveðin hæfniviðmið. Þessi hæfniviðmið eru metin jafnóðum og verkefnum lýkur eða í lok námslotu ef um leiðsagnarmat er að ræða.

Nemendur og foreldrar hafa alltaf aðgang að námsmatinu og er því mikilvægt að fylgjast vel með því á Mentor. Námsmatið er lifandi og breytist reglulega yfir skólaárið, markmiðið er að það sé leiðbeinandi, og gefi nemendum og foreldrum tækifæri til að sjá hvaða þætti er verið að vinna með hverju sinni og styrki nemendur í að ná þeim hæfniviðmiðum.

Fjögur tákn eru notuð við umsagnirnar á hæfniviðmiðum og verkefnum yfir skólaárið. Það er framúrskarandi; hæfni náð; þarfnast þjálfunar; og  hæfni ekki náð

 

Bókstafir eru gefnir í lokaeinkunn að vori.

Lokamat er tekið saman við lok skólaárs. Nemendur í 5.-10. bekk fá sitt lokamat í bókstöfum A, B+, B, C+,C og D. Nemendur í 1.- 4.bekk fá lokamat í bókstöfum í íslensku og stærðfræði. 

 

Bókstafirnir þýða eftirfarandi:


A         Nemandi sýnir framúrskarandi hæfni á því sviði sem viðmið námssviðsins lýsa.

B+        Nemandinn hefur náð öllum hæfniviðmiðum B og að hluta til þeim viðmiðum sem á

            við einkunnina A.

B          Nemandi sýnir góða hæfni á því sviði sem viðmið námssviðsins lýsa.

C+        Nemandinn hefur náð öllum hæfniviðmiðum C og að hluta til þeim viðmiðum sem á

            við einkunnina B.

C          Nemandi sýnir að hann hefur að einhverju leyti, en ekki öllu, náð þeirri hæfni sem

viðmið námssviðsins lýsa.

D         Nemandi hefur ekki náð þeirri hæfni sem matsviðmið námssviðsins lýsa.

 

Námsmat í list- og verkgreinum, skólaíþróttum og öðrum sérgreinum er fært beint inn á hæfnikort að vori sem lokaeinkunn.

 

New grading system (english translation)

 

 

ad_image
ad_image
ad_image
ad_image