25. september 2015

Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar

Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar
Dagana 28. september – 4. október er heilsu- og forvarnarvika hjá Reykjanesbæ og mun Háaleitisskóli taka þar virkan þátt. 
 
Göngum í skólann
Skólinn er skráður í verkefnið „Göngum í skólann“ og verður aukin áhersla lögð á það verkefni í vikunni, eru allir nemendur hvattir til að nýta sér virkan ferðamáta í og úr skólanum. 
 
Morgunmatur
Háaleitisskóli mun bjóða öllum nemendum hafragraut í morgunmat, fyrir fyrstu kennslustund. Boðið verður upp á hafragrautinn á sal skólans frá klukkan 07:40 – 08:05.
 
Hollt og gott nesti
Nemendur eru hvattir til að koma með ávexti og/eða grænmeti til viðbótar við nestið sitt í vikunni.
 
Vettvangsferðir
Nemendur munu fara í styttri göngu-/vettvangsferðir með umsjónarkennara.
 
Útileikir
Nemendur fara í útileiki undir stjórn íþróttakennara auk þess sem nemendur í 7. bekk munu hafa umsjón með útileikjum í fyrri frímínútum.
 
Heilbrigði og velferð
Nemendur munu vinna verkefni þar sem grunnþættirnir heilbrigði og velferð eru höfð að leiðarljósi.
 
Lögreglan með fræðslu
Kristján Freyr Geirsson, lögreglumaður, kemur í skólann þriðjudaginn 29. september og ræðir við nemendur í öllum bekkjum m.a. um öryggi í umferðinni, útivistartímann og aðrar mikilvægar reglur.
 
Maritasfræðsla
Magnús Stefánsson, Snædís Birta Ásgeirsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson verða með erindi sem kallast „Þolandi og gerandi eineltis – frá sjónarhorni beggja“ á sal skólans þriðjudaginn 29. september klukkan 17:00. Erindið er hugsað fyrir nemendur í 4. – 7. bekk ásamt foreldrum/forráðamönnum. Aðrir eru einnig velkomnir. 
Auglýsing vegna erindisins: https://tackk.com/1568qs
 
Jákvæð og örugg netnotkun
Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, verður með erindi á sal skólans föstudaginn 2. október klukkan 08:10 um jákvæða og örugga netnotkun. Erindið er ætlað nemendum í 4. – 7. bekk ásamt foreldrum/forráðamönnum.
 
Við hvetjum foreldra/forráðamenn til að taka virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni með okkur.
  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær