Námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi Háaleitisskóla er Sigrún Guðbjörg Magnúsdóttir. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi, hægt er að bóka viðtal með því að senda tölvupóst á netfangið sigrun.g.magnusdottir@haaleitisskoli.is eða hringja í síma 420 3050.

Starf náms- og starfsráðgjafa Háaleitisskóla felst í því að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsfólki skólans að ýmiskonar starfi sem snýr að velferð nemanda hvað varðar nám, líðan og framtíðaráformum.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru:

  • Að standa vörð um velferð nemanda, náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og málsvari hans.
  • Að veita nemendum persónulega ráðgjöf og stuðning.
  • Að vinna með kennurum og öðru starfsfólki skólans að bættum samskiptum nemenda.
  • Er ráðgefandi og er til aðstoðar í eineltis- og forvarnarmálum.
  • Að veita ráðgjöf og fræðslu um hagnýtar námsaðferðir og góð vinnubrögð.
  • Að veita leiðsögn og ráðgjöf um streitu- og kvíðastjórnun.
  • Að kynna nemendum námsval á unglingastigi skólans.
  • Að veita upplýsingar og ráðgjöf um nám á framhaldsskólastigi.
  • Að sitja móttökuviðtöl og hafa umsjón með móttöku nýrra nemenda í skólann.

 

Ráðgjöfin miðar að því að efla færni nemenda til að finna sínar eigin leiðir og lausnir á þeim vanda sem þeir standa frammi fyrir hverju sinni.

Náms- og starfsráðgjafi situr í áfallaráði, eineltisteymi og nemendaverndarráði skólans og vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara og aðra starfsmenn skólans. Auk þess hefur hann samráð og samstarf við aðra sérfræðinga sem koma að málefnum nemenda.

Nám að loknum grunnskóla - kynning á námsframboði framhaldsskólanna

Opin hús framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu - vorönn 2020

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær