30. september 2019

Heilsu- og forvarnarvika

Heilsu- og forvarnarvika

Háaleitisskóli tekur þátt í heilsu- og forvarnaviku Suðurnesja

Alla vikuna:
Lögð verður sérstök áhersla á að hvetja nemendur til að ganga/hjóla í og úr skóla.
Nemendur eru hvattir til að koma með ávexti og/eða grænmeti til viðbótar við nestið sitt.
Skólinn býður nemendum upp á hafragraut og lýsi í upphafi skóladags, frá kl. 07:45 - 08:15.
Nemendur vinna verkefni þar sem grunnþættirnir heilbrigði og velferð eru höfð að leiðarljósi.

Yngsta stig
Krissi lögga kemur í skólann og verður með fræðslu fyrir yngsta stig um reglur í umferðinni og útivistartíma.
Kennarar hvattir til að fara með nemendur í gönguferð eða vera með útikennslu þessa vikuna.
Nemendur vinna verkefni þar sem grunnþættirnir heilbrigði og velferð eru höfð að leiðarljósi. (Heilsuvera.is, Embætti landlæknis) Áhersla á hreyfingu og hollt mataræði.
Kynningar á íþróttastarfi í Reykjanesbæ
Æfingar/ dans í 10-15 mín fyrir nesti í kennslustofu

Miðstig
Kennarar hvattir til að fara með nemendur í gönguferð eða vera með útikennslu þessa vikuna.
Íþróttir - Þessa vikuna verður lögð áhersla á stöðvaþjálfun.
Nemendur vinna verkefni þar sem grunnþættirnir heilbrigði og velferð eru höfð að leiðarljósi. Áhersla á hreyfingu og hollt mataræði. (Heilsuvera.is, Embætti landlæknis)
Kynningar á íþróttastarfi í Reykjanesbæ
Æfingar/ dans í 10-15 mín fyrir nesti í kennslustofu

Elsta stig
Kennarar hvattir til að fara með nemendur í gönguferð eða vera með útikennslu þessa vikuna.
Íþróttir - Þessa vikuna verður lögð áhersla á stöðvaþjálfun
Nemendur vinna verkefni þar sem grunnþættirnir heilbrigði og velferð eru höfð að leiðarljósi Áhersla á hreyfingu og hollt mataræði.(Heilsuvera.is, Embætti landlæknis)
Kynningar á íþróttastarfi í Reykjanesbæ
Æfingar/ dans í 10-15 mín fyrir nesti í kennslustofu

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær