8. október 2019

Heimsóknir á skólatíma

Heimsóknir á skólatíma

Kæru foreldrar/forráðamenn
Vegna tilmæla frá Heimili og skóla varðandi öryggi nemenda og aðgengi að þeim innan skólans þá minnum við í Háaleitisskóla á eftirfarandi:
Háaleitisskóli leggur áherslu á að skapa nemendum og starfsfólki eins öruggt og gott náms- og starfsumhverfi og kostur er. Þess vegna biðjum við gesti okkar á skólatíma um að ganga inn um aðalinngang á vesturhlið við komuna í skólann og gera grein fyrir erindi sínu á skrifstofu. Mikilvægt er að trufla ekki það starf sem fram fer í skólanum. Hlutum sem þarf að koma til nemenda á skólatíma er komið til skrifstofustjóra/ritara sem kemur þeim síðan áfram. Með þessu fyrirkomulagi truflum við ekki námsumhverfi nemenda og sínum starfinu í Háaleitisskóla virðingu. Þetta á ekki við um upphaf og lok skóladags þegar verið er að fylgja nemendum í skólann eða sækja.
Með bestu kveðju
Skólastjórn Háaleitisskóla


Dear parents / guardians
Referring to the recommendations from Heimili og skóli (www.heimiliogskoli.is) regarding the safety of students and access to them within the school, we at  Háaleitisskóli would like to remind you of the following information:
Háaleitisskóli puts emphasis on creating a safe and good  learning and working environment for all its students and staff. Therefore, during our school hours, we ask our guests to enter the main entrance on the west side upon arrival at the school and report to the office. It is important not to interrupt the daily work at school. Things that need to be brought to the students during school hours are brought to the office manager / secretary who then passes them on. With this arrangement we do not interfere with the learning environment of the students and show respect for the work done in our school. This does not apply to the beginning and end of the school day when students are being dropped off or collected from school.
With best regards
School administrators

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær