3. nóvember 2020

Hertar sóttvarnarreglur

Hertar sóttvarnarreglur
Ágætu foreldrar/forráðamenn Vegna hertra aðgerða almannavarna verður skólastarf með breyttu sniði frá og með 3. nóvember til og með 17. nóvember. Þetta eru 11 skóladagar. Skóladagurinn hjá 1. – 4. bekk verður frá 8:15 – 13:15 eins og venjulega og stundatafla heldur sér að mestu. Stundatafla hjá 5. – 10. bekk verður ekki hefðbundin. Öllum bekkjum frá 5. – 10. bekk verður skipt upp í tvo hópa. Fyrri hópurinn mætir 8:30 – 11:00 og seinni hópurinn mætir 11:30 – 14:00. Umsjónarkennari sendir hópaskiptingu og tímasetningu í dag til foreldra/forráðamanna. Nemendur í 1. – 4. bekk eru undanþegnir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum og getum við því boðið þeim upp á nokkurn veginn hefðbundið skólastarf þessa daga. Nemendur í 5. – 10. bekk þurfa að fara eftir 2 metra reglunni eða bera grímu annars. Við getum tryggt 2m regluna í kennslustofum en algjör grímuskylda er hjá nemendum í 5. – 10. bekk í sameiginlegum rýmum svo sem á göngum og þegar gengið er inn í skólann. Við biðjum foreldra um að sjá til þess að nemendur mæti með grímu í skólann á morgun og alla daga á meðan þetta ástand varir. Skólamatur: Þeir sem eru í áskrift í 5. – 10. bekk fá innpakkaða máltíð í skólanum sem þeir taka með sér heim. Nemendur í 1. - 4. bekk fá heitan mat framreiddan á sal. Íþróttahús og sundlaug eru lokuð. Því eru ekki kenndar íþróttir og sund á þessu tímabili. En nemendur í 1. - 4. bekk fá hreyfingu innan skóladagsins. Frístundaheimilið verður opið fyrir nemendur í 1. - 3. bekk sem eru skráðir þar frá kl. 13:15 – 15:30. Enginn frístund verður fyrir 4. bekk á meðan þetta ástand varir. Foreldrar hringja í frístundasíma 616 0041 þegar þeir sækja barnið sitt en koma alls ekki inn í skólann. Kær kveðja, skólastjórnendur Háaleitisskóla
 
 
  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær