2. mars 2020

Viðbragðsáætlun

Viðbragðsáætlun

Kæu foreldrar/forráðamenn

Við leggjum nú sérstaka áherslu á hreinlæti s.s. reglulegan handþvott og notkun handspritts í skólanum okkar með það fyrir augum að fyrirbyggja smithættu.

Við viljum benda ykkur á mikilvægar upplýsingar frá Embætti landlæknis um hvernig forðast eigi smit kórónuveirunnar Covid - 19 og hvað eigi að gera ef grunur vaknar um smit. Einnig er bent sérstaklega á lykil símanúmerið 1700, sem allir eiga að hringja í ef áhyggjur af smiti eru til staðar.

Stjórnsýslan og heilbrigðisyfirvöld vinna nú kappsamlega gegn útbreiðslu veirunnar og viljum við leggja áherslu á að farið sé að tilmælum sóttvarnalæknis og annarra sérfræðinga hvað snertir hreinlæti, sýkingarvarnir, sóttkví og samstöðu.

Hér má finna upplýsingar sem ætlaðar eru fyrir börn og ungmenni,
https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39277/Grunnupplysingar-um-koronaveiruna-fyrir-born-og-ungmenni.

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær