24. maí 2018

Vorhátíð Háaleitisskóla

Vorhátíð Háaleitisskóla

Vorhátíð Háaleitisskóla verður haldin föstudaginn 25. maí. Hefst hátíðin kl: 09:15 og lýkur henni kl: 11:15. Frístund er opin frá 11:15 fyrir þá sem eru skráðir þar. Á vorhátíðinni verður boðið upp á andlitsmálningu, komið verður fyrir ýmsum leiktækjum fyrir framan skólann sem nemendum verður frjálst að leika sér með. Bocciasett, sippubönd, húllahringir, krítar, hoppuboltar, körfuboltar og kubbsett. Einnig verður hoppukastali á staðnum.
Á planinu við hliðina á fótboltavellinum verður sett upp lokuð hjólabraut. Þar mega nemendur hjóla og leika sér, séu þau með hjálma.
Foreldrafélag Háaleitisskóla mun grilla pylsur fyrir nemendur, foreldra/forráðamenn og starfsfólk skólans.
Ef veður verður ekki gott mun hátíðin færast inn í skóla.

Dear parents and guardians
On Friday the 25th we are having a Spring Festival in our school and the day is not a traditional schoolday. The Festival starts at 09:15 and it will finish at 11:15, the afterschool program is open from 11:15. The students and staff will be having fun outside and we will also have a barbeque. If the weather is bad the students will be playing inside the school.
 

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær