Fréttir
Elísabet Thoroddsen og Bergrún Íris Sævarsdóttir í heimsókn
Nemendur í 8., 9. og 10. bekk fengu einstakt tækifæri til að hlusta á tvo áhugaverða rithöfunda í vikunni. Elísabet Thoroddsen og Bergrún Íris Sævarsdóttir komu í heimsókn til skólans, deildu reynslu sinni og innsýn í heim bókmennta með nemendum. Þær ræddu meðal annars feril sinn sem rithöfundar, sköpunarferlið og hvaða innblástur liggur að baki ve...
Lesa meiraJólagleði í leikskólanum Skógarás
Í dag fóru nemendur úr 1. bekk í heimsókn í leikskólann Skógarás og fengu að upplifa sannkallaða jólastemningu. Auður Lilja og Sigrún Svala úr 7. bekk lásu fallega jólasögu fyrir yngstu krakkana. Samveran var mjög notaleg, þar sem allir fengu sér heitt kakó og piparkökur....
Lesa meiraJólastund á leikskólanum Velli
Í dag heimsóttu nemendur úr 1. bekk leikskólann Völl þar sem haldin var yndisleg jólastund. Athena Líf og Brynja Lív úr 7. bekk lásu fallega jólasögu fyrir krakkana. Að því loknu fengu börnin heitt kakó og piparkökur. Þetta var einstaklega ánægjuleg heimsókn sem skapaði góða stemmningu og jólagleði....
Lesa meiraBjarni Fritz í heimsókn
Nemendur í 5., 6. og 7. bekk Háaleitisskóla fengu sérstaka upplifun í dag, miðvikudaginn 3. desember þegar rithöfundurinn Bjarni Fritz heimsótti skólann. Bjarni kynnti bækur sínar fyrir nemendum og las úr nýjustu bókinni sinni. Heimsóknin var hluti af árangursríku lestrarátaki skólans og vakti mikinn áhuga meðal nemenda. Bjarni svaraði spurningum ú...
Lesa meiraGleði og fjölbreytileiki á vel heppnuðum Fjölmenningardegi
Fjölmenningardagur var haldinn hátíðlega í Háaleitisskóla þann 28. nóvember síðastliðinn. Dagurinn einkenndist af spennandi dagskrá og metnaðarfullri verkefnavinnu þvert á alla árganga skólans. Nemendur nálguðust viðfangsefnið á skapandi hátt. Á yngsta stigi unnu börnin falleg verkefni um nærsamfélagið sitt, á meðan miðstigið beindi sjónum sínum að...
Lesa meiraNemandi í Háaleitisskóla á texta sem hefur verið valinn til birtingar á mjólkurfernum MS
Nemandi í Háaleitisskóla á texta sem hefur verið valinn til birtingar á mjólkurfernum MS í tengslum við Fernaflug. Um 1.200 textar bárust í keppnina og verða alls 48 þeirra birtir á fernunum, þannig að við erum einstaklega stolt af þessum frábæra árangri. Við gerum ráð fyrir að nýju Fernuflugs fernurnar með texta nemandans okkar verði komnar í ver...
Lesa meiraHeimsókn forseta Íslands
Síðastliðin föstudag, 7. nóvember bar að garði hátíðleg heimsókn þegar forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, heimsótti okkur í Háaleitisskóla. Tilefni heimsóknarinnar voru hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna sem að skólinn hlaut í síðustu viku en einnig að kynna sér starf skólans, hitta nemendur og starfsfólk. Forsetinn var leiddur um skól...
Lesa meiraStóra LEGO-keppni grunnskólanna
FIRST® LEGO® League Ísland fer fram í Háskólabíó, laugardaginn 8. nóvember. Í ár er 20 ára afmæli FLL á Íslandi og því verður sérstaklega glæsileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Keppnin hefst kl. 09:30 en húsið opnar almenningi kl. 13:00. Þess má geta að mögulegt er að nálgast keppnina í beinu streymi - https://vimeo.com/event/5484260/embed/a7dca...
Lesa meiraHáaleitisskóli tekur þátt í Erasmus+ rannsóknarverkefni um náms- og starfsráðgjöf ungmenna.
Háaleitisskóli tekur þátt í Erasmus+ rannsóknarverkefni um náms- og starfsráðgjöf ungmenna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Mykolas Romeris háskólann í Litháen og fleiri evrópska samstarfsaðila. Með okkur í verkefninu eru einnig Myllubakkaskóli og 88 Húsið í Reykjanesbæ. Í fyrsta fasa verkefnisins voru tekin viðtöl við nemendur í 8.–10. bekk ás...
Lesa meiraRöskun á skólastarfi vegna veðurs
Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf. Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni. Foreldrar leggja sjálfir mat á...
Lesa meira














