24. mars 2025

7. bekkur á Reykjum í Hrútafirði

Nemendur í 7. bekk skólans fóru i Skólabúðir UMFÍ að Reykjum í Hrútafirði í síðustu viku.  Lagt var af stað að morgni 17. mars og komið til baka seinnipart 20. mars. Blíðskapar veður var allan tímann.  Nemendur úr 7. bekk í Dalskóla úr Reykjavík voru á sama tíma og unnu nemendur úr báðum skólunumí blönduðum hópum að fjölbreyttum verkefnum. Ferðin gekk í alla staði mjög vel og nemendur okkar hér í Háaleitisskóla voru okkur og sjálfum sér til mikils sóma í öllu starfi og leik.  Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr ferðinni.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær