Lestrarstefna Háaleitisskóla
Lestrarstefnu Háaleitisskóla er ætlað að byggja upp skýran ramma um markmið, kannanir, skimanir, sérkennslu og kennsluaðferðir í lestri, bæði fyrir kennara og foreldra.
Lestrarstefnan er skjal í stöðugri þróun sem kennarar skólans vinna eftir. Hún er leiðbeinandi fyrir kennara, foreldra og forráðamenn um hvernig unnið er með þjálfun lestrarfærni, lesfimipróf, lesskilningskannanir, skimanir og greiningarpróf.
Lestur er lykill að öllu námi, og því þarf lestrarkennsla og lestrarþjálfun á öllum stigum að vera skýr, fjölbreytt og markviss. Góð lestrarfærni er nauðsynleg til þess að einstaklingur geti tekið virkan þátt í samfélaginu (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011).