Menntastefna Reykjanesbæjar

Nýrri menntastefnu er ætlað að vera heildstæð áætlun um það hvernig nám á öllum skólastigum, leikur, listir og íþróttir fléttast saman og stuðlar sameiginlega að því að undirbúa unga fólkið okkar sem best undir það að vera virkir þátttakendur í samfélagi 21. aldarinnar.

Í nýrri menntastefnu er lögð áhersla á aukna þátttöku unga fólksins sjálfs, öryggi í starfi og leik, læsi í víðum skilningi og merkingarbært, fjölbreytt og skapandi nám. Með áherslur nýrrar menntastefnu að leiðarljósi munum við byggja upp réttláta, hamingjusama og sjálfbæra framtíð fyrir börnin okkar í Reykjanesbæ.

Menntastefna Reykjanesbæjar

 

Læsi felur í sér færni einstaklingsins til að tala, lesa og rita tungumál sitt ásamt því að geta aflað sér upplýsinga úr umhverfinu. Læsi er þróunarferli sem hefst í frumbernsku og heldur áfram allt lífið en það byggir á reynslu barna af lestri og ritmáli í nánasta umhverfi þeirra. Góð færni í læsi er mikilvæg til þess að einstaklingar geti tekið virkan þátt í samfélaginu og er undirstaða alls náms. Það skiptir því miklu máli að börn í Reykjanesbæ nái tökum á þessari færni til þess að geta notað hana í samskiptum, í námi, fyrir sig sjálf og fyrir samfélagið allt.

Læsisstefna Reykjanesbæjar

 

Í fjölmenningarstefnu Reykjanesbæjar segir ,,Hafa skal að leiðarljósi að íbúar Reykjanesbæjar af erlendum uppruna verði virkir og sjálfbjarga þátttakendur í samfélaginu‘‘, ennfremur segir ,,Leggja skal áherslu á kennsluhætti sem henta börnum af erlendum uppruna og koma til móts við þarfir þeirra m.a. í kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Gengið skal út frá því að kennsla um menningu og uppruna nemenda sé á jafnréttisgrunni með það að markmiði að auka skilning allra nemenda á mismunandi aðstæðum þeirra og draga úr fordómum.‘‘ (Fjölmenningarstefna Reykjanesbæjar, 2017).

Handbók um heildrænan stuðning við nemendur í íslensku sem öðru tungumáli

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær