Frístund
Háaleitisskóli býður upp á Frístundaheimili fyrir nemendur í 1.- 4.bekk eftir að skóladegi lýkur og starfar hann til kl. 16:15.
Starfsfólk biður foreldra að virða vistunartíma barna sinna.
Dagskrá frístundaheimilisins felst í hæfilegu jafnvægi á milli skipulagðrar dagskrár og frjáls leiks, sem er ekki síður mikilvægur fyrir yngstu börn grunnskólans. Dagskráin er skipulögð þar sem hugað er að vali, klúbbastarfi, hreyfingu, fræðslu, upplifun ásamt því að nærast og hvíldar.
Frístundaheimilið nefnist Krakkaheimar. Að auki eru nýtt önnur rými í skólanum s.s. íþróttahús, tölvuver og bókasafn ásamt útisvæði í námunda við skólann.
Líkt og í skólanum er unnið eftir reglum PBS , stuðning við jákvæða hegðun.
Markmið Krakkaheima:
Að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf.
Að hver eintaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.
Að efla sjálfsmynd barnsins í gegnum leik og starf.
Að vinna með lýðræðislegum starfsháttum, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfið sitt.
Að leyfa börnum að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.
Umsjónarmaður Krakkaheima er
Íris Guðnadóttir : iris.gudnadottir@haaleitisskoli.is
Starfsmenn Krakkaheima eru:
Senida Mujkic
Kristín Helga Birgisdóttir
Sunneva Sól Sigurðardóttir
Magdalena Agnieszka Piatek
Karítas Mist Hauksdóttir
Jasmina Gjurcevska Balac
Jasminka Hasecic
Mirko Ivan Balac
Kolbrún Viktorsdóttir
Símanúmerið í Krakkaheimum er 616-0041
Skráning
Skráning fer fram rafrænt á Mittreykjanes.is / Vala.is
Sótt er um fyrir hvert skólaár í senn. Ef vistunartíma er breytt skal gera það fyrir 15.hvers mánaðar. Segja verður upp vistun í Frístund með tveggja vikna fyrirvara. Fast mánaðargjald er 21.887.kr innifalið í því gjaldi er síðdegishressing frá Skólamat. Tímagjald er kr.476 ef foreldrar óska ekki eftir fullri vistun og síðdegishressing kostar kr.180 fyrir hvern dag.
Systkinaafsláttur er 25 % fyrir annað barn, 25 % fyrir þriðja barn og frítt fyrir fjórða barn.
Nauðsynlegt er að tilkynna ef nemandi mætir ekki í Frístund eftir skóla. Einnig er nauðsynlegt að forsjáraðili láti vita ef nemandi á/má fara heim með öðrum nemanda eða er sóttur af öðrum.