Um skólann

Um Háaleitisskóla

Háaleitisskóli á Ásbrú var stofnaður skólaárið 2008-2009 og var hann rekinn sem útibú frá Njarðvíkurskóla til haustsins 2013 en þá varð hann sjálfstæður skóli. Ásbrú er nýtt hverfi Reykjanesbæjar í mikilli uppbyggingu. 

Sumarið 2008 voru gerðar breytingar á fyrrverandi skólahúsnæði grunnskóla Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og stofnuð grunnskóladeild fyrir yngri nemendur sem eiga heima á Ásbrúarsvæðinu. Skólinn er vel búinn af tækjum og aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk er góð. Í skólanum eru fjögur námsver, Álfheimar sem er fyrir nemendur með námserfiðleika, Nýheimar er námsver fyrir nemendur í leit að alþjóðlegri vernd, Glaðheimar er námsver fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku og  Jötunheimar  er námsver fyrir nemendur með hegðunarerfiðleika.   

Nemendum hefur fjölgað nokkuð frá stofnun skólans og eru þeir nú um 400 í 1. - 10. bekk. Nemendafjöldi hefur verið nokkuð breytilegur því eðli málsins samkvæmt fylgja nemendur foreldrum/forráðamönnum sínum sem eru í námi eða flutningum til skemmri eða lengri tíma. Vegna fjölgunar á svæðinu hefur skólinn stækkað við sig bæði hvað varðar nemendur og húsnæði eftir þörfum. 

 

Háaleitisskóli
Lindarbraut 624
235 Reykjanesbæ
Símanúmer skólans er 420-3050
Skrifstofa skólans er opin frá klukkan 07:45 til 15:00
Símanúmer í Frístund er 616 0041
 
Stjórnun skólans:
Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri
Jóhanna Sævarsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Ragnar Steinarsson deildarstjóri eldra stigs
Jurgita Milleriene, deildarstjóri yngra stigs
Guðný Ólöf Gunnarsdóttir skrifstofustjóri
 
Umsjónarmaður skólans er: Almar Óli Ágústsson
Skólinn opnar alla daga kl. 07:45
  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær