Háaleitisskóli á Ásbrú var stofnaður skólaárið 2008-2009 og var hann rekinn sem útibú frá Njarðvíkurskóla til haustsins 2013 en þá varð hann sjálfstæður skóli. Ásbrú er nýtt hverfi Reykjanesbæjar í mikilli uppbyggingu.
Sumarið 2008 voru gerðar breytingar á fyrrverandi skólahúsnæði grunnskóla Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og stofnuð grunnskóladeild fyrir yngri nemendur sem eiga heima á Ásbrúarsvæðinu. Skólinn er vel búinn af tækjum og aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk er góð. Í skólanum eru fjögur námsver, Friðheimar er námsver fyrir nemendur í leit að alþjóðlegri vernd, ÍSAT er námsver fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku og Jötunheimar er vellíðunarverið okkkar sem er námsver fyrir nemendur þrífast illa í stórum hópum. Stoðheimar og Álfheimar eru ætluð nemendum sem þurfa aðstoð í námi.
Nemendum hefur fjölgað nokkuð frá stofnun skólans og eru þeir nú um 400 í 1. - 10. bekk. Nemendafjöldi hefur verið nokkuð breytilegur því eðli málsins samkvæmt fylgja nemendur foreldrum/forráðamönnum sínum sem eru í námi eða flutningum til skemmri eða lengri tíma. Vegna fjölgunar á svæðinu hefur skólinn stækkað við sig bæði hvað varðar nemendur og húsnæði eftir þörfum.
Lindarbraut 624
235 Reykjanesbæ




