Í Háaleitisskóla er starfrækt móttökudeild fyrir nemendur í leit að alþjóðlegri vernd. Starfsemin byggir á grein nr. 42 í lögum um grunnskóla. Deildin er staðsett í Officeraklúbbnum við hlið skólans og er kölluð Friðheimar. Byrjað var að standsetja húsnæðið sumarið 2023 og byrjaði kennslan 18. október 2023 í 4 kennslurýmum. Í upphafi voru um 90 nemendur sem sóttu deildina og fengu yngri nemendur kennslu á morgnana og eldri eftir hádegi. Þann 1. febrúar 2024 fékk deildin afnot af salnum í klúbbnum frá kl. 9:00 – 13:30 og lengdist þá skóladagur nemenda. Í ágúst 2024 fengu Friðheimar meiri afnot af salnum ásamt því að það var fækkun í nemendahópnum og var þá hægt að skipta nemendum í 5 hópa eftir aldri. Skóladagur er því núna er frá kl. 9:00 – 13:10 yngri og 13:20 eldri.
Markmið með deildinni er að taka vel á móti börnum sem koma úr mjög erfiðum aðstæðum og hafa sum hver verið á flótta allt sitt líf. Skólaganga þeirra er oft mjög slitrótt og mörg hafa ekki verið í skóla lengi eða jafnvel aldrei. Lögð er áhersla á að hjálpa börnunum við inngildingu í íslenskt skólakerfi hægt en örugglega þannig að skólaganga þeirra verði sem farsælust.
Í Friðheimum er lögð áhersla á íslensku, stærðfræði, lífsleikni, hreyfingu og list- og verkgreinar.
Reynt er að styðja við foreldra nemenda og aðstoða þá við að setja sig inn í og skilja íslenskt skólakerfi. Skólinn er með regluleg námskeið fyrir foreldra sem hafa þau markmið að segja frá mikilvægi samverustunda foreldra og barna ásamt því að kynna starfsemi skólans og íslenska menningu.
Hér má sjá kynningarit á nokkrum tungumálum
Hér má skoða handbók Friðheima