Í Háaleitisskóla er starfrækt deild sem við köllum Friðheima. Kennarar Friðheima sjá um móttöku nemenda sem eru ný fluttir til Íslands. Markmið með deildinni er að taka vel á móti nemendum og leggja áherslu á að aðstoða nemendur við inngildingu í íslenskt skólakerfi hægt en örugglega þannig að skólaganga þeirra verði sem farsælust. Nemendur eru í Friðheimum í 3 – 4 mánuði og læra íslensku en á sama tíma sækja þeir tíma í list- og verkgreinum, upplýsingatækni og íþróttum með bekknum sínum. Nemendur Friðheima eru með sér sundtíma en þegar öryggi eykst fara nemendur í sund með bekk.

Reynt er að styðja við foreldra nemenda og aðstoða þá við að setja sig inn í og skilja íslenskt skólakerfi. Skólinn er með regluleg námskeið fyrir foreldra sem hafa þau markmið að segja frá mikilvægi samverustunda foreldra og barna ásamt því að kynna starfsemi skólans og íslenska menningu.

Hér má sjá kynningarit á nokkrum tungumálum

Arabíska

Enska

Íslenska

Spænska

Hér má skoða handbók Friðheima

Handbók

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær