Nemendaráðgjafi

Nemendaráðgjafi er til staðar fyrir nemendur og veitir stuðning og ráðgjöf þegar þeir glíma við tilfinningalega eða félagslega erfiðleika, persónuleg vandamál eða önnur mál sem geta haft áhrif á vellíðan þeirra. Þetta getur tengst kvíða, sjálfsmynd, streitu, fjölskyldutengslum og fleira. Nemendaráðgjafi vinnur á faglegan hátt út frá styrkleikum einstaklingsins og er til staðar til að tryggja að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa til að þroskast. Nemendaráðgjafi er trúnaðarmaður nemenda og talsmaður þeirra og er bundinn þagnarskyldu. Næsti yfirmaður er skólastjóri.

 

Helstu viðfangsefni nemendaráðgjafa:

  • Stuðla að lausn persónulegra og félagslegra vandamála.
  • Að aðstoða og styðja nemendur við að efla samskiptahæfni og félagslega færni.
  • Aðstoð nemendur við að  byggja upp sjálfstraust, efla seiglu og trú á eigin getu.
  • Að styðja nemendur við að taka upplýstar ákvarðanir varðandi framtíð sína og tengja þá við þjónustaðila innan og utan skólans ef þörf er á.
  • Veita kennurum og foreldrum ráðgjöf um hvernig hægt er að styðja nemendur með hegðunarvanda, sérstakar þarfir eða félagsleg vandamál.
  • Að veita nemendum og foreldrum upplýsingar um réttindi og skyldur þeirra.
  • Situr í nemendaverndarráði, lausnaleitateymi, forvarnarteymi og eineltisteymi skólans og er ráðgefjandi og til aðstoðar í eineltis- og forvarnarmálum.
  • Taka þátt í að móta og innleiða verkferla innan skólans sem miðar að því að bæta félagslega velferð og skapa jákvætt skólaumhverfi.
  • Að  vinna í nánu samstarfi við kennara, skólastjórnendur, annað starfsfólk og foreldra til að tryggja að allir nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa.

 

Helstu viðfangsefni tengliliðar farsældar:

  • Aðstoð við tengslanet þjónustu, tengir nemandann og fjölskyldu þess við mismunandi þjónustuveitendur, svo sem skóla, félagsþjónustu, heilsugæslu og barnavernd. Hann tryggir að öll samskipti milli þessara aðila séu skilvirk og að þörfum barnsins sé mætt á réttan hátt.
  • Samhæfing á þjónustu: Tengiliðurinn vinnur með öllum viðeigandi aðilum til að samhæfa þjónustuna sem barnið fær. Þetta felur í sér að koma á fót teymi fagaðila sem vinna saman að því að þróa og fylgja eftir einstaklingsmiðaðri áætlun fyrir barnið.
  • Ráðgjöf og stuðningur við fjölskyldu: Tengiliður farsældar veitir einnig foreldrum eða forráðamönnum ráðgjöf og stuðning. Hann getur hjálpað til við að leiðbeina fjölskyldum um hvernig best er að nýta þá þjónustu sem er í boði, auk þess að veita upplýsingar og stuðning þegar þörf er á.
  • Eftirlit með framvindu: Tengiliðurinn fylgist með því að áætlun sem sett hefur verið upp fyrir barnið sé framkvæmd á árangursríkan hátt og að barnið nái þeim markmiðum sem sett hafa verið. Ef þörf er á breytingum eða frekari stuðningi, sér tengiliðurinn til þess að það sé gert.
  • Tengiliður við barn og fjölskyldu: Tengiliður farsældar er oft fyrsti viðkomustaður fyrir barnið og fjölskyldu þess þegar kemur að þjónustu og stuðningi. Hann byggir upp traust samband við barnið og fjölskylduna, sem er grunnur fyrir farsæla vinnu með þeim.

 

Nemendaráðgjafi er Kristjana Atladóttir.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær