Valgreinar

Framboð valgreina fyrir 8. - 10. bekk er mismunandi á ári hverju. Nemendur velja þær greinar sem þeir hafa mestan áhuga á og síðan aðrar greinar til vara. Mikilvægt er að nemendur skoði vel bæklinginn og kynni sér þær valgreinarnar sem eru í boði áður en valið er.

Nokkrir punktar sem þarf að huga að við valið:

  • Valgreinar eru almennt kenndar í 10 - 12 vikna lotum.
  • Hver lota er ein valeining.
  • Nemendur þurfa að velja í heildina 12 valeiningar fyrir allt skólaárið.
  • Heilsársval telst því sem fjórar valeiningar.
  • Nemendur eru hvattir til að velja fjölbreyttar valgreinar, ekki sömu valgrein oftar en einu sinni (nema krafa sé gerð um slíkt).
  • Íþróttir, tómstundir og tónlistarnám utan skóla teljast sem 4 valeiningar.
  • Valið verður úr umsóknum í nemendaráð og gildir það sem 4 valeiningar.
  • Mikilvægt að setja inn 2 varavalgreinar.
  • Telja valeiningar á meðan þið eruð að velja (12 valeiningar samtals og a.m.k. tvær stjörnumerktar).
  • Skila inn vali fyrir 16. maí 2022

Valgreinabæklingur 2022 - 2023

FS - Valgreinar fyrir 9. og 10. bekk

      Rafrænt eyðublað

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær