Fréttir

Jólahurðir og jólaskreytingar
17. desember 2024
Jólahurðir og jólaskreytingar

Nemendur og starfsfólk skólans hefur notað desember til að skreyta skólann. Mikið er lagt í að skreyta hurðir skólans. Á hverju ári er keppni hver gerir flottustu jólahurðina. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar jólahurðir og aðrar skreytingar í skólanum....

Lesa meira
Uppskeruhátíð Háaleitisskóla og Þykjó
16. desember 2024
Uppskeruhátíð Háaleitisskóla og Þykjó

Börnin að borðinu eftir hönnunarteymið Þykjó var verðlaunahafi í flokknum Verk á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 fyrir að vera frumlegt og áhugavert dæmi um hvernig hægt er miðla hugmyndum barna og ungmenna að alvöru og virðingu með að leiðarljósi að gefa þeim rödd og virkja til áhrifa. Verkefnið var unnið í samvinnu við nemendur í Háaleitisskóla,...

Lesa meira
1. bekkur í heimskókn í leikskóla
13. desember 2024
1. bekkur í heimskókn í leikskóla

Fimmtudaginn 12 des fóru nemendur í 1. bekkur skólans í heimsókn á leikskólana Völl og Skógarás sem eru staðsettir hér á Ásbrú. Nemendur léku saman og fengu að prufa leikföngin g leiktækin í leikskólunum. Tveir nemendur úr 7. bekk voru með í för og lásu sögu fyrir nemendur. Mjög vel var tekið á móti nemendum okkar og allir skemmtu sér vel....

Lesa meira
Bergrún Íris rithöfundur í heimsókn
11. desember 2024
Bergrún Íris rithöfundur í heimsókn

Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur kom í heimsókn til okkar 11. desember og las úr nýútkomni bók sinni Nammi dagur. Það voru nemendur á unglingastigi sem mættu á sal skólans og hlustuðu með athygli á lesturinn. Bergrún ræddi líka við nemendur um það hvernig það er að vera rithöfundur og teiknari, en hún hefur einnig myndskreytt fjölda bóka. ...

Lesa meira
Skuggaleikhús að gjöf
9. desember 2024
Skuggaleikhús að gjöf

Nú á dögunum fékk Háaleitisskóli skuggaleikhús að gjöf frá verkefninu Leikgleði. Þetta er þróunarverkefni sem grunnskólarnir í Reykjenesbæ taka þátt í. Það voru nemednur í 1. bekk sem riðu á vaðið í síðustu vikur og settu upp leikskýningu. Sýningin tókst alveg glimrandi vel og höfðu nemendur bæði gagn og gaman af. Leikgleði er hugsað fyrir nemen...

Lesa meira
Dagskráin í desember
4. desember 2024
Dagskráin í desember

Spennandi dagskrá verður í boði í desember í skólanum. Þar má nefna jólahurðakeppni, jólatónlist, jólapeysudagar, jólalestur, hátíðarmat, jólaföndur og jólahátið. Nánar er hægt að sjá daskránna hér eða undir hnappnum hér að ofan sem heitir Jóladagskráin...

Lesa meira
Birgitta Haukdal í heimsókn
4. desember 2024
Birgitta Haukdal í heimsókn

Söngkonan og rithöfundurinn Birgitta Haukdal kom í heimsókn í skólann 3. desember. Hún las úr bókum sínum og ræddi við nemendur í 1. og 2. bekk. Ekki var annað að sjá og heyra en nemendur skemmtu sér vel við að hlusta á upplesturinn og ræða við hana....

Lesa meira
Í þriðja sæti í Svakalegu  lestrarkeppninni
3. desember 2024
Í þriðja sæti í Svakalegu lestrarkeppninni

Nemendur í Háaleitisskóla voru í þriðja sæti í Svakalegu lestrarkeppni grunnskólanna á Suðurnesjum. Keppnin fór í gang 16. október og lauk 16. nóvember. Alls lásu nemendur skólans að meðaltali 307 blaðsíður á mann. Keppnin fór þannig fram að nemendur lásu eins margar blaðsíður og þeir gátu og kennari skráði niður fjöldann. Það voru nemendur í 2....

Lesa meira
Þemadagar og fjölmenning
2. desember 2024
Þemadagar og fjölmenning

Dagana 27. – 29. nóvember var skólastarf bortið upp og unnið að ýmsum verkefnum. Byrjað var að vinna að stóru tappalistaverki. Nemendur komu í litlum hópum og skrúfuðu tappa niður á krossviðsplötu sem úr varð listaverk sem sett verður upp í skólanum. Nemendur unnu svo að ýmsu verkefnum eins og að búa til blóm, fiðrildi og hjörtu sem síðarn var komi...

Lesa meira
Öðruvísi jóladagatal
29. nóvember 2024
Öðruvísi jóladagatal

Háaleitisskóli hefur síðustu ár tekið þátt í Öðruvísi Jóladagatali SOS Barnaþorpanna. Á hverjum degi fram að jólum verðu opnaður nýr gluggi í jóladagatalinu. Í ár verður ferðast um heiminn og kynnst börnum frá ýmsum löndum....

Lesa meira
  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær