Skólareglur

Skólareglur Háaleitisskóla

Lögum samkvæmt eiga skólar setja skólareglur sem skylt er að fara eftir. Til að starfsandi og skólabragur sé sem bestur í okkar skóla höfum við sett okkur fáar og skýrar reglur:

  • Við erum stundvís.
  • Við komum fram af virðingu, kurteisi og tillitssemi við aðra.
  • Nemandi ber ábyrgð á orðum sínum og gerðum.
  • Nemandi á að sinna hlutverkum sínum og bera ábyrgð á eigum sínum og skólagögnum.
  • Nemandi virðir umhverfi sitt.
  • Við hugsum vel um heilsu okkar og komum með hollt og gott nesti í skólann.
  • Neysla sælgætis og gosdrykkja er ekki leyfð í skólanum.
  • Neysla tóbaks, áfengis og annarra ólöglegra vímuefna er með öllu óheimil í skólanum, á skólalóð og á viðburðum á vegum skólans. Með tóbaksnotkun er hér átt við sígarettur, nef og munntóbak, rafrettur (veip) og tóbakslíki.
  • Notkun farsíma er ekki leyfð í skólanum eða á skólalóð.
  • Yfirhafnir og skófatnað á að setja á viðeigandi staði. Yfirhafnir, húfur og önnur höfuðföt eru ekki leyfð í kennslustundum, í matartímum eða samkomum á sal.

Skólareglur Háaleitisskóla gilda hvar sem nemendur eru á vegum skólans, hvort heldur í kennslu, innan veggja skólans eða utan, á skólaskemmtunum, á skólalóð, vettvangsferðum, félagsstarfi eða ferðalögum.

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær