Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun

 

PBS er vinnulag sem hefur þann tilgang að hvetja til jákvæðrar hegðunar með kerfisbundnum hætti í stað þess að einblína á neikvæða hegðun. PBS er þríþætt kerfi sem nær til alls skólasamfélagsins. Það felur í sér stuðningskerfi fyrir bekki, einstaka nemendur og stuðning utan bekkjaraðstæðna. Gert er ráð fyrir að allir starfsmenn skólans komi að mótun jákvæðrar hegðunar í skólanum.

Tilgangurinn með PBS er einkum að auka félagsfærni og efla námsgetu nemenda með því að skilgreina, kenna og styðja við æskilega hegðun. Þá er leitast við að draga úr óæskilegri hegðun með því að móta skýrar reglur um afleiðingar slíkrar hegðunar. Svo góður árangur náist er reynt að samræma aðgerðir starfsfólks skólans sem eykur líkur á að hægt sé að styrkja jákvæða hegðun. Skólanum er skipt upp í svæði þar sem skilgreint er hvaða hegðun er við hæfi.

Ekki er gert ráð fyrir að nemendur viti til hvers er ætlast heldur er það kennt, æft og rifjað upp reglulega. Sýni nemandi æskilega hegðun er hún styrkt með einhverjum hætti eins og áður hefur komið fram.

Einkunnar orð skólans eru:

Ábyrgð, samvinna, tillitssemi.

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær