Nemendaráð

Nemendaráð Háaleitisskóla er valgrein fyrir nemendur úr 8. 9. og 10. bekk.  Nemendaráð fjallar um efni sem tengjast félagsstarfi nemenda, ráðið hefur umsjón með ákveðnum hefðum í skólastarfi og leitar leiða til þess að styðja við jákvæðan skólabrag og virkja aðra nemendur.

Nemendaráð er skólastjórn til ráðgjafar um ýmis mál er snerta nemendahópinn sem heild. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, hæfari nemendur/einstaklinga og gott félagsstarf innan skólans. Áfanginn er ætlaður þeim nemendum í 8. til 10. bekk sem hafa áhuga á að starfa í nemendaráði og íþróttaráði  skólans og vilja byggja upp jákvæða og góða skólamenningu í Háaleitisskóla. Formaður nemendaráðs er valinn sérstaklega. Valið er úr hópi þeirra nemenda í 10. bekk sem hafa valið þennan áfanga. Efnt skal til kosninga ef tveir eða fleiri bjóða sig fram. Frambjóðendur hafa tækifæri til þess að kynna sig fyrir framan nemendur í 8.- 10. bekk sem kjósa svo formann.

Hlutverk nemendaráðs er m.a. að vera fulltrúar nemenda gagnvart stjórn skólans og skólayfirvöldum. Nemendaráð fundar í hverri viku og einu sinni á ári fundar formaður/varaformaður með skólaráði skólans. Hlutverk formanna nemendaráðsins er einkum að hafa forystu í félagslífi nemenda og koma fram fyrir hönd þess. Nemendaráð vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal það setja sér fastar starfsreglur.

Í nemendaráði er lögð áhersla á að nemendur temji sér prúða framkomu og vinsamleg samskipti við aðra, jafnt innan skóla sem utan. Nemendur eru fræddir um skipulagt félagsstarf, fundi og fundarsköp, og fleira. Nemendum gefst kostur á að taka þátt í fjölbreyttu og vel skipulögðu félagsstarfi og reynt er að stuðla að því að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Stefnt er að því að nemendur beri ábyrgð á eigin félagsstarfi og sem flestir séu virkjaðir við undirbúning og framkvæmd. Einn af hornsteinum félagsstarfsins er sjálfboðavinna nemenda við undirbúning og framkvæmd skemmtana og við aðstöðu nemenda í skólanum.

Nemendaráð starfar undir handleiðslu Maríu Árelíu Guðmundsdóttir ásamt Jón Ragnari Magnússyni forstöðumanni Brúnnar. Nemendaráðið gengst fyrir einstaka uppákomum fyrir nemendur skólans. Formaður nemendaráðs er Mattías Úlfur Kristófersson, nemandi í 10. bekk og varaformaður er Andrea Elísabet Ragnarsdóttir, einnig nemandi í 10. bekk

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær