6. október 2025

Ævar vísindamaður gladdi nemendur

Ævar vísindamaður gladdi nemendur

Skólinn okkar fékk góðan gest í heimsókn í dag, mánudaginn 6. október þegar rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson aka. Ævar vísindamaður mætti til að kynna nýjustu bók sína fyrir nemendum. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk komu saman í samkomusalnum þar sem þau fylgdust spennt með kynningu höfundarins.

Ævar kynnti nýjustu bók sína, „Skólastjórinn", en hún er nýjasta viðbótin við vinsælan bókaflokk hans. Hann sagði nemendum frá hugmyndinni að baki sögunni, hvernig hann vinnur við að skapa persónur og söguheima sem grípa lesendur. Að lokum las Ævar fyrir nemendur valdan kafla úr bók sinni. 

Heimsóknin var þó ekki einungis tileinkuð nýju bókinni. Ævar fór einnig yfir eldri bækur sem hann hafði gefið út og sagði nemendum frá ferli sínu sem rithöfundur. Hann deildi skemmtilegum sögum af því hvernig fyrstu bækurnar hans urðu til, hvernig áhuginn á vísindum og bókmenntum hefur mótað feril hans.

Nemendur sýndu mikinn áhuga og spurðu Ævar margra spurninga að kynningunni lokinni. Sumir vildu vita meira um skrifaferlið, aðrir höfðu sérstakan áhuga á vísindalega hlutanum í bókum hans. Heimsóknin reyndist bæði fræðandi og skemmtileg og vakti án efa lestraráhuga hjá mörgum nemendum. Skólinn þakkar Ævari kærlega fyrir heimsóknina sem veitti nemendum svo sannarlega innblástur.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær