2. október 2025

Árangursrík forvörn gegn skjánotkun fyrir unglingana okkar

Árangursrík forvörn gegn skjánotkun fyrir unglingana okkar

Fimmtudaginn 2. október fór fram sérstakur forvarnardagur um skjánotkun fyrir nemendur í 9. og 10. bekk skólans. Markmið dagsins var að efla skilning unglinganna á áhrifum óhóflegrar skjánotkunar og kenna þeim heilbrigðari skjávenjur. Dagskráin hófst með fyrirlestri frá sérfræðingi á sviði unglingasálfræði sem fjallaði um rannsóknir á tengslum skjánotkunar við svefngæði, einbeitingu og andlega heilsu. Nemendur fengu síðan tækifæri til að taka þátt í umræðunni þar sem þeir deildu eigin reynslu og hugmyndum.

Skólastjórnendur lýsa yfir ánægju sinni með fyrirlesturinn. "Nemendurnir tóku virkan þátt og sýndu málefninu mikinn áhuga. Margir töluðu um að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir hversu miklum tíma þeir eyða fyrir framan skjá."

Forvarnarverkefnið er hluti af stærri áætlun skólans til að eflta heilbrigði og vellíðan nemenda og var skipulagt af forvarnarteymi skólans, sem fá mikið hrós til skipulagninguna. 

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær