7. apríl 2025

Árið okkar

Árshátíð skólans fór fram föstudaginn 4. apríl í Hljómahöllinni  Hátíðin hófst kl. 9:30 með atriði frá 1. bekk.  Síðan tók við hvert atriðið að fætur öðru.  Allir árgangar voru með eitt atriði.  Þemað í ár var „Árið okkar“ og var hver árgangur með atriði frá fæðingarári sínu.  Það var boðið upp á dans, söng, tískusýningu, leikþætti ofl.  10. bekkur var svo með stuttmynd þar sem var gert góðlátlegt grín af starfsfólki skólans.  Í lokin var svo óvænt atriði frá hóp starfsmanna sem kallaði sig Oldguys.  Um var að ræða létt dansspor í anda Iceguys.  Eftir árshátíðina var boðið upp á skúffuköku og drykk.  Myndbönd frá árshátíðinni má sjá hér

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá hátíðinni.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær