31. mars 2025

Árshátíð Háaleitisskóla

Árshátíð Háaleitisskóla verður haldin föstudaginn 4. apríl nk. í Hljómahöll og hefst hún kl. 09:30. Húsið opnar kl. 09:00. Hefðbundin kennsla fellur niður þennan dag og frístund er lokuð.

Foreldrar/forráðamenn eru velkomin á árshátíð skólans og koma sér fyrir í sætum á svölum Hljómahallarinnar á annari hæð. Nemendur eru beðnir um að mæta kl. 09:00 niður í Hljómahöll til að vera tilbúin fyrir sín atriði.

Hátíðardagur fyrir okkur öll sem við viljum fagna í okkar fínasta pússi.

Að skemmtidagskránni lokinni verður boðið upp á skúffuköku, safa og kaffi fyrir alla viðstadda. Eftir árshátíðina eru nemendur í umsjá foreldra/forráðamanna.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær