Bjarni Fritz í heimsókn
Nemendur í 5., 6. og 7. bekk Háaleitisskóla fengu sérstaka upplifun í dag, miðvikudaginn 3. desember þegar rithöfundurinn Bjarni Fritz heimsótti skólann. Bjarni kynnti bækur sínar fyrir nemendum og las úr nýjustu bókinni sinni. Heimsóknin var hluti af árangursríku lestrarátaki skólans og vakti mikinn áhuga meðal nemenda. Bjarni svaraði spurningum úr sal og deildi með nemendum innsýn í sköpunarferlið og það sem hvetur hann til að vera rithöfundur. Það er ómetanlegt fyrir nemendur að fá að kynnast einstaklingnum á bak við þær bækur sem nemendur lesa hverju sinni. Slíkar heimsóknir örva lestur, sköpunargáfu og sýna nemendum að bókmenntir eru lifandi listaform.
Nemendur nutu heimsóknarinnar vel og margir hverjir voru hvattir til að lesa meira eftir að hafa hitt Bjarna. Þökkum Bjarna kærlega fyrir heimsóknina.




