13. október 2025

Erasmus-heimsókn frá Lettlandi í Háaleitisskóla

Erasmus-heimsókn frá Lettlandi í Háaleitisskóla

Þann 6. og 7. október komu sjö nemendur á aldrinum 13–15 ára og tveir kennarar frá Madliena grunnskólanum í Lettlandi í heimsókn í Háaleitisskóla. Heimsóknin var hluti af Erasmus-verkefni sem skólinn þeirra tekur þátt í.

Aðaláhersla verkefnisins er á STEM-greinar (raungreinar, tækni, verkfræði og stærðfræði), en jafnframt er lögð mikil áhersla á að kynnast sögu, menningu og náttúru Íslands. Dagskrá heimsóknarinnar samanstóð af tveimur dögum í skólanum ásamt útivist og vettvangsnámi.

Nemendur á unglingastigi tóku vel á móti gestunum, sýndu þeim skólann og kynntu fyrir þeim sögu, menningu og náttúru Íslands. Nemendurnir frá Lettlandi tóku þátt í enskutíma, sungu með í sameiginlegri söngstund, unnu þrívíddarverkefni í nýsköpun og lærðu nokkur íslensk orð í ISAT-tíma.

Heimsóknin var bæði skemmtileg og lærdómsrík reynsla fyrir alla sem tóku þátt.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær