29. ágúst 2025

Háaleitisskóli - sigurvegari í sumarlestrarkeppni þriðja árið í röð!

Háaleitisskóli - sigurvegari í sumarlestrarkeppni þriðja árið í röð!

Okkur til mikillar gleði hefur Háaleitisskóli sigrað í sumarlestrarkeppninni með samtals 176 klukkustundir, og er þetta þriðja árið í röð sem skólinn stendur uppi sem sigurvegari! 🏆 Þessi árangur er vitaskuld sameiginlegt afrek nemenda okkar, kennara og foreldra sem hafa lagt sig alla fram við að efla lestrarmenningu innan skólans. Slíkur árangur sýnir ótvírætt hversu mikil áhersla er lögð á lestur í skólastarfinu okkar. Við viljum þakka öllum sem tóku þátt fyrir frábæra samvinnu og ómetanlegt framlag til þessa verkefnis.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær