Heimsókn leikskólans Skógaráss í Háaleitisskóla
Leikskólinn Skógarás heimsótti Háaleitisskóla í dag í skemmtilegri kynnisferð. Nemendur leikskólans fengu tækifæri til að skoða húsnæði skólans og kynnast starfseminni.
Þau tóku þátt í tónmennta- og nýsköpunartímum, þar sem þau fengu innsýn í fjölbreytt skólastarf. Heimsóknin gekk afar vel og börnin sýndu mikinn áhuga á bæði umhverfinu og efninu sem þau kynntust.