í öðru sæti í Greindu betur

Liðið ISKIERKI með verkefnið Umferðaslys á Íslandi var í öðru sæti i Greindu betur keppninni 2025. Það voru þær Nadia Maja Sobolewska og Oliwia Waszkiewicz nemendur úr 10. bekk skólans sem skipuðu liðið.
Verðlaunaafhendingin fer fram 2. apríl kl. 16-17 á Hagstofu Íslands, Borgartúni 21a. Verðlaun verða veitt liðum sem voru í 1-3 sæti, einnig verða liðunum í 1. sætunum boðið að kynna verkefnin sín. Liðsstjórar, foreldrar, systkini og vinir eru hjartanlega velkomin til að fagna þessum glæsilega árangri
Greindu betur er liðakeppni í upplýsingalæsi og skilning á tölfræðiupplýsingum. Keppninni er ætlað að veita ungu fólki á aldrinum 14-19 ára tækifæri til þess að efla hæfni sína í því að nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt. Keppt er í tveimur aldursflokkum, yngri flokki (9.-10. bekkur í grunnskóla) og eldri flokki (1.-3. ár í framhaldsskóla).
Keppendur vinna saman í 2–3 manna liðum við að svara 30 krossaspurningum sem meta skilning á tölfræðiupplýsingum. Það voru 83 lið sem byrjuðu keppnina og 17 lið sem komust í undankeppnina. Liðstjóri ISKIERKI var Jovana Dedeic upplýsingatæknikennari skólans. Frábær árangur hjá þeim og óskum þeim öllum til hamingju.