Jólagleði í leikskólanum Skógarás
Í dag fóru nemendur úr 1. bekk í heimsókn í leikskólann Skógarás og fengu að upplifa sannkallaða jólastemningu. Auður Lilja og Sigrún Svala úr 7. bekk lásu fallega jólasögu fyrir yngstu krakkana. Samveran var mjög notaleg, þar sem allir fengu sér heitt kakó og piparkökur.




