Jólastund á leikskólanum Velli
Í dag heimsóttu nemendur úr 1. bekk leikskólann Völl þar sem haldin var yndisleg jólastund. Athena Líf og Brynja Lív úr 7. bekk lásu fallega jólasögu fyrir krakkana. Að því loknu fengu börnin heitt kakó og piparkökur. Þetta var einstaklega ánægjuleg heimsókn sem skapaði góða stemmningu og jólagleði.




